Íslenska Schumannfélagið er menningarfélag stofnað sumarið 2020.
Helsta markmið félagsins er að styðja við fjölbreytt og heilbrigt menningarsamfélag og tónlistarlíf á Íslandi.
Félagið hefur metnað fyrir því að vekja áhuga og þekkingu á tónlist Roberts og Clöru Schumann.
Íslenska Schumannfélagið hyggst standa fyrir tónlistarviðburðum, tónleikum, menningarviðburðum, fyrirlestrum og fræðslu. Meginverkefni Schumannfélagsins hingað til er tónlistarhátíðin Seigla sem fer fram árlega í Hörpu.
Vefsíða Seiglu: www.seiglafestival.is.
Schumannfélagið er félagasamtök.
Stjórn félagsins árið 2022 skipa:
Erna Vala Arnardóttir, formaður
Hjalti Þór Davíðsson, listrænn stjórnandi
Þórunn Þórólfsdóttir, gjaldkeri
Agnes Þórólfsdóttir, meðstjórnandi