Íslenska Schumannfélagið var stofnað sumarið 2020 af Ernu Völu Arnardóttur, formanni félagsins, og Andrew J. Yang, listrænum stjórnanda þess. 

Tilgangur félagsins er að kynna tónlist Roberts og Clöru Schumann fyrir Íslendingum og víðar, að gefa ævistörfum hjónanna þá viðurkenningu sem þau eiga skilið, og að auka áhuga og þekkingu á verkum þeirra. Þar að auki mun íslenska Schumannfélagið stuðla að tónleikahaldi á landinu, fyrirlestrum og fræðslu um tónlist þeirra og líf, og styðja við rannsóknir og skrif um starf þeirra. 

Mikilvægur þáttur í starfi Schumannfélagsins er að taka þátt í alþjóðlegu starfi sem viðkemur Schumannhjónunum, flutningi tónlistar þeirra og rannsóknum á verkum þeirra. Schumannfélagið er félagasamtök.