Íslenska Schumannfélagið er menningarfélag stofnað sumarið 2020. Félagið hyggst styðja við fjölbreytt og heilbrigt menningarlíf í landinu. Félagið hefur metnað fyrir því að vekja áhuga og þekkingu á tónlist Roberts og Clöru Schumann fyrir Íslendingum og víðar, og að gefa ævistörfum hjónanna þá viðurkenningu sem þau eiga skilið. Íslenska Schumannfélagið mun standa fyrir viðburðastjórnun, menningarviðburðum og tónleikum, fyrirlestrum og fræðslu um tónlist hjónanna og líf, og styðja við rannsóknir og skrif um starf þeirra.

Mikilvægur þáttur í starfi Schumannfélagsins er að taka þátt í alþjóðlegu starfi sem viðkemur Schumannhjónunum, flutningi tónlistar þeirra og rannsóknum á verkum þeirra. Schumannfélagið er félagasamtök.


Stjórn félagsins árið 2022 skipa: 

Erna Vala Arnardóttir, formaður
Hjalti Þór Davíðsson, listrænn stjórnandi
Þórunn Þórólfsdóttir, gjaldkeri
Agnes Þórólfsdóttir, meðstjórnandi