Tónlistarhátíðin Seigla er haldin í samvinnu við Íslenska Schumannfélagið og er stofnuð af Ernu Völu Arnardóttur. 


Seigla skartar einvalaliði listafólks Íslands, en við hátíðina standa 23 listamenn saman að sjö tónleikum sem fara fram í Hörpu og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Hátíðin verður haldin árlega í fyrstu viku ágúst, en vegna Covid-19 smita þurfti að fresta henni þetta árið. Nú mun hún vera haldin yfir háveturinn, 20. nóvember 2021 – 12. febrúar 2022.Dagskrá hátíðarinnar í heild má skoða á www.seiglafestival.is.Meðlimir Schumannfélagsins geta nýtt sér afslátt af miðaverði tónleika Seiglu.